<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 30, 2003

Varð að láta vita að ég er ekki dauð, það væri nú samt betra því það er of mikill bömmer yfir helginni til að geta bloggað eitthvað skemmtilegt, gefið þessu a.m.k. mánuð...!

Samt sem áður er þetta síðasti dagurinn í helvíti!

Þangað til næst...

föstudagur, september 26, 2003

Rex var að hringja í þessu og HANN ER KOMINN AUSTUR!!! Ég hélt að hann myndi ekki koma fyrr en á morgun en það var nú bara einhver vitleysa! Ó mitt litla hjarta slær svo ört núna af fögnuði, ég næ varla andanum og er að prumpa á mig af gleði, ég er barasta að missa mig!!!
Vá hvað mér hefur leiðst... sorry Hafþór...

HAPPY HAPPY JOY JOY HAPPY HAPPY JOY JOY

Held í alvörunni að ég sé að láta lífið af gleði! Anda inn - anda út... :)

Þangað til næst...
Já vitiði bara hvað? Mín keypti sér þessi líka þægilegu náttföt í gær í búðinni sem ég vinn í og er bara nokkuð ánægð með kaupin enda fanta gott verð! Fyrir ykkur sem eruð með jafn gott minni og ég þá vil ég benda ykkur á að ég vinn í BARNAFATAVERSLUN! Jebbz that's right, mín er farin að versla á sig föt í barnafataverslunum! Náttfötin eru fyrir 11-12 ára og það sem meira er, buxurnar eru alltof síðar og alltof víðar, MAN! Þannig ef þið kæru vinir sjáið mig vera að spóka mig um eins og fín frú í barnafataverslunum þá er það ekki af því að það er erfingi á leiðinni heldur vantar mig einfaldlega eitthvað til að fara í á djammið!!! ;)
Ætli mar geti notað plankastrekkjara sem mannstrekkjara...?!!

Já það er alveg heilmikið að gera um helgina, núna á eftir er koktelboð fyrir u.þ.b. 120 manns á kaffinu mínu, talandi um sardínur í dós! Svo er nottla Idol-kvöld eftir það og karókí fram eftir öllu, þannig að það er mikill stemmari í gangi! :)

Ég fæ kannski frí í vinnunni á morgun, það er ekki alveg víst ennþá en ég myndi hoppa hæð mína (sem er reyndar ekki svo mikil!)), fyrir utan það að þetta yrði í fyrsta skiptið sem ég fæ frí í heilan mánuð þá hefði ég líka smá tíma til að leika við Rex og það er GAMAN!!!

Svo á sunnudaginn er koktelboð fyrir ca. 150 manns, það eru æðstu menn Impreglio sem þar munu mæta og það verður alveg þvílíkt snobb! HATA SNOBB!!!

Hvað er með nýja Írafár lagið? Það er í radíóinu í þessum skrifuðu orðum og ÁÁÁÁIIII! Þetta þykir mér ekki gott... :/

Jæja, verð að fara að snúa mér að öðrum málum... hmm...

2 dagar og 3 tímar eftir í helvíti!!!

Þangað til næst...

fimmtudagur, september 25, 2003

Úff púff, nú verð ég að segja stopp! Nördinn í mér er að yfirtaka litlu saklausu Berglindi og það veit ekki á gott! Sem betur fer er Rex að koma um því annars myndi ég eflaust tölvunörrast alla helgina HJÁLP!

Langaði samt að benda á nýju linkana og biðja ykkur um að skilja eftir skilaboð eða senda mér póst, það væri vel þegið! :)

3 dagar eftir í helvíti!!!

Þangað til næst...
Jibbí, þá er það ákveðið, Rex mun koma austur um helgina og heiðra okkur með nærveru sinni!!! :) Vá hvað ég hlakka til að fá kunnuglegt andlit í bæinn! ;p

En ég verð víst að biðjast opinberlega afsökunar á framferði mínu, honum Hafþóri mínum sárnaði þegar ég var að spjalla við Rex í gær því hann heldur að mér finnist alveg HUNDLEIÐINLEGT að hanga með honum! Það er nú alls ekki svo, það er honum að þakka að ég held lífi hér fyrir austan og reyndar bara á skerinu eins og það leggur sig og því biðst ég innilegrar afsökunar! *KNÚS* :)

Skemmtilega sturtuferðin var samt sem áður endurtekin í gær, hefði átt að fatta fyrr skemtanagildið í sturtuprumpi því þá hefði ekki þurft að draga mig hágrenjandi inn í sturtu þegar ég var ung og alltof upptekin í mömmó til að fara í bað! Svo var einnig sungið fyrir mig í sturtu sem var alveg hreint hin frábærasta skemmtun...! ;p

Ég skal nú segja ykkur það að þann 10. október skal haldinn dansleikur hér, nánar tiltekið Egilsstaðir - city, með PÖPUM! Þá mun ríkja mikil gleði og vona ég að hún Aldís mín kíki kannski bara austur og djammi með mér eins og okkur einum er lagið! Það væri nú ekki amalegt að taka nokkur tekíla staup í þessum brotnu manstu?!! ;p

Heyrði í Helga í gær sem tjáði mér að búið sé að færa áætlaðan frumsýningardag til 25. október þannig að stessið minnkaði aðeins... Svo kætti hann mig með því að segja mé að hún Laufey - fagra mey verði með í vetur þannig það er ekki öll von úti enn! :)

Þangað til næst...

miðvikudagur, september 24, 2003

Æ fuck ég er of mikill nörd! Búin að sitja hér í hellings tíma við að breyta litunum og er meira að segja búin að skemmta mér við það! Ég ætla að vona að þeir sem skildu mig eina eftir hér á Egils taki þetta til sín og fái samviskubit yfir því að mér leiðist og sé að breytast í nörd!!! :)

Það á víst að vera Stuðmannaball hérna um helgina, litla ég mun nottla ekki komast vegna vinnu sem er hvort eð bara gott því það er engin Vallý hér til að taka griffluna með mér! :/ Aumingja vesalings grifflan er gjörsamlega að drukkna í ryki!!!

Heyrði annars í Rex í gær og hann gladdi mig með þeim fréttum að hann ætlar hugsanlega að kíkja austur um helgina! :) Þá verður mín að gjöra svo vel að taka sér frí í vinnunni til að leika við hann, gleðin er því mikil á þessu heimili þessa dagana! :) Vonandi munu bara fleiri taka hann sér til fyrirmyndar og drulla sér austur í sveitasæluna!

Annars var ég líka að pæla í að fara suður 1. helgina í október, þarf bara að redda vinnunni, það verður ekkert mál...

Gærkvöldið var nú frekar lamað, kveikti á fullt af kertum og ætlaði að hafa það ýkt kósí en glymdi nottla að opna glugga og var næstum búina að láta lífið sökum súrefnisskorts! Svona er að vera lítill og heimzkur! :)

4 dagar eftir í helvíti!!!

Þangað til næst...

þriðjudagur, september 23, 2003

Ég er búin að sitja hér í vinnunni í dag með sveitt ennið við að breyta síðunni minni sem hefur nú bara tekist ágætlega eins og er, mun samt eflaust fikta meira þegar fram líða stundir! Ég hef fundið nördaeðlið í mér sem á bara asskoti vel við mig! :)

Mín var nú samt ekki að gera svo góða hluti í morgun, svaf á sínu græna án þess svo mikið sem rumska og opnaði þar af leiðandi ekki helvíti fyrr en eftir hádegi... góðir hlutir að gerast...

Gærkvöldið var annars frekar rólegt, fór samt í fyndnustu sturtuferð sem ég hef nokkurn tímann upplifað, hló mig máttlausa yfir sturtuprumpi, gaman að vera þroskaður! TAKK ;) Æ það þarf svo lítið til að gleðja einfaldar sálir...!

Annars er bara planað að taka því rólega í kvöld, langar soldið niðrá Reyðarfjörð en er ekki viss um að ég meiki það langar eila bara að sofa, eins og venjulega...!

5 dagar eftir í helvíti!!!!!!!!!

Þangað til næst...

mánudagur, september 22, 2003

Jájá haldiði að litla konan sé ekki bara snillingur (*hóst* NÖRD *hóst*), hún fann sér þennan líka fallega innanpíkubleika lit og er bara asskoti roggin með sig! Svona er gott að vera fiktari, nörd vill Bóel mín meina! :)

Þangað til næst...
Góðan helvítis dag... Þetta er búin að vera um það bil leiðinlegasti dagur í heimi! Sat hér í helvíti í morgun með tárin í augunum yfir óréttlæti heimsins en þá kom engillinn minn hún Bóel með eitt stykki knús sem ég hafði beðið eftir, vá hvað það var gott og bjargaði deginum! :)

Annars er bara rassgats veður úti með snjó og öllum þeim viðbjóði sem honum fylgir, mín þurfti að gjöra svo vel að bretta upp ermarnar og skafa bílinn í morgun! Þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir að stunda mikla hreyfingu þá ætla ég að láta þessa sköfun vera líkamsræktina mína fyrir þessa vikuna :)

Hér fáið þið samt fallegasta texta í heimi beint í rassinn, njótið vel!!!

Unintended
-Muse-


You could be my unintended choice to live my life extended
You could be the one I'll always love
You could be the one who listens to my deepest inquisitions
You could be the one I'll always love

I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before

First there was the one who challenged
All my dreams and all my balance
She could never be as good as you
You could be my unintended choice to live my life extended
You should be the one I'll always love

I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
Before you


Þetta er bara flottasta lag í heimi, Muse rules!!! Þið eruð annars ágæt... :)

Þangað til næst...sunnudagur, september 21, 2003

Gærkvöldið heppnaðist alveg frábærlega, strákarnir voru alveg frábærir og stemmningin geðveik! Ég hefði ekki viljað missa af þessu en þið sem gerðuð það þurfið ekki að örvænta því gleðin mun verða endurtekin innan tíðar :) Strákar, þið voruð bestir og eigið stórt knús skilið *KNÚS*.

Veðrið í dag er aftur á móti ekki að gera góða hluti, það er barasta stormviðvörun um allt land og ömurs rigning sem þýðir að aðsóknin á kaffið er frekar dræm... Vildi svo vera heima uppí rúmi, undir sæng með einhverjum... ;p

Æ hvað mér leiðist annars, það er ekkert að frétta frekar en venjulega, mar er bara að ná sér niður eftir stuðið í gær, ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér drullu vel þrátt fyrir að vera að vinna og var þar af leiðandi edrú! Bjóst aldrei við að segja þetta en; edrú djamm getur bara verið alveg helvíti skemmtilegt! :)

Það komu íslenskir Kárahnjúkakarlar hingað áðan og voru að segja mér að það væri ófært uppeftir, snjóbilur og læti! Þá varð mér hugsað til aumingja útlendinganna sem þar búa, þeir voru alveg dúðaðir í 10 stiga sumarhitanum okkar þannig að ég efast um að þeir eigi eftir að lifa veturinn af! Svo eru þeir nottla að kvarta útaf kuldanum en við hverju bjuggust þeir, landið heitir Ísland, segir það ekki allt sem segja þarf.....?

Well, þar sem ég er að drepast úr hungri (eins og venjulega) þá ætla ég að fara og athuga hvort ég finni ekki eitthvað sem ég get étið!

Þangað til næst...

laugardagur, september 20, 2003

Já haldiði að litlu mér hafi ekki tekist að setja inn linka án allrar aðstoðar!!! Svona er gott að vera fiktari! :)
Þangað til næst...
Já góðan og blessaðan daginn! Það er nokkur spenna í loftinu í dag því í kvöld munu Andri og Billi - snillingar með meiru koma og spila á kaffinu mínu í kvöld, JIBBÍ!!!!!!! :) Vonandi sé ég sem flesta í lummustuði, vantar samt nokkra snillinga til að gera þetta kvöld fullkomið og verður þeirra sárt saknað...!

Var að heyra í Aldísinni, sko það styttir alltaf upp að lokum! :) Og hvað er málið?!!!!!??!!! ;p

Hitti mömmz og pabbz áðan og þau gáfu mér nautasteik í mallan sem malaði af ánægju, það er alltaf best í heimi að hitta einingarnar, TAKK FYRIR MATINN-HANN VAR GÓÐUR!

Samt smá pæling; af hverju heita geitabörn ekki geitungar? Mér finnst það alveg rökrétt en þá þurfti Hafþór nottla að steindrepa þá pælingu með því að segja að það væri jafn heimskulegt og kýrungar og kindungar en það finnst mér ekki, hvað segið þið hin?

Langar að skila kveðju til afbrotakonunnar Sallyar Sigurðardóttur og bið hana um að skila til hennar Vallýar (litla saklausa engilsins!) að ég er að bræða úr mér við úthlutun á rokkstigum!!!!! ;)

Bara 7 vinnudagar eftir í helvíti!!! :)

Þangað til næst...

fimmtudagur, september 18, 2003

Ég get ekki sagt að það hafi ríkt mikil hamingja hjá minni í morgun þegar hún leit útum gluggann, er kominn vetur?!?!?! Ansk, helv, dauði og djöfull!!! Ég er sko mesta kuldaskræfa í heimi og hélt að ég fengi nokkra daga í viðbót til að undirbúa mig fyrir þetta helvíti en nei, verð að koma því á framfæri að ég er sko ekki sátt við þig núna herra prumpu veðurguð!!! :/

Svo fékk ég staðfestingu á því áðan að ég er bara ekki rassgat tilbúin til að verða mamma, djöfull geta krakkaskrípi verið óþolandi! Það komu sem sagt tvær bestu getnaðarvarnir í heimi hingað inn áðan í líki saklausra stúlkna og vá hvað ég átti erfitt með að hemja mig!!!

En það sem bjargaði þessum leiðinlega degi var að ég fékk pakka áðan frá minni heitt elskuðu Aldísi og þá gat ég farið að taka gleði mína að nýju, þrjú stykki af eðal tónlist!!! Pakkað inn í bleikan pappír í þokkabót, gæti ekki orðið betra!!! :) TAKK! TAKK! TAKK! TAKK! TAKK! TAKK! ;p Blow my whistle bitch!!! :)
Þangað til næst...

miðvikudagur, september 17, 2003

Það var mikið um dugnað á mínu heimili í gær, þannig er mál með vexti að ég var að fá fataskáp sem er sko huges og þar sem ég er enginn Bubbi byggir þá hringdi ég í hinn laghenta timburmann hann Hafþór og fékk hann til að setja skápinn saman. Takk fyrir það *knús*! Þessi skápur er næstum eins og Titanic án djóks, ég veit eila ekkert hvað ég á að gera við hann!!! En nú hef ég afsökun fyrir að kaupa mér ný föt, verð að fylla uppí skápinn! :)

Er annars að fara í mat til mömmu og pabba á eftir, hef ekki séð þau í soldin tíma og verð að segja að maginn hoppar af tilhlökkun!!! :) Gráðug að venju ;p Svo þarf ég að fara smá á kaffið mitt í kvöld og gera eitthvað...

Já heyriði, smellin saga, þið vitið hvað stúlkan er lítil og saklaus?! :) Fór sem sagt í Bónus um daginn og ætlaði að kaupa mér appelsínusafa. Hafþór kíkti í heimsókn um kvöldið og vorum við í harðri neyslu um nokkra stund uns þorstinn fór að segja til sín, fór mín þá heldur betur roggin fram í eldhús og náði í þennan líka girnilega appelsínusafa sem Hafþór þáði með þökkum og fékk sér stóran sopa, nema þetta var ekki safi heldur djús, óblandað!!! Hef aldrei séð neinn afmyndast jafn mikið í andliti á jafn stuttum tíma!!! Æ ég er vond... hehe... ;p

Vill samt einhver gefa mér pening svo ég geti farið og heimsótt Vallý mína í útlöndum? Er virkilega farið að langa til að taka ærlega grifflu með drottningunni!!! Annars sætti ég mig líka alveg við pening svo ég komist til Reykjavíkur! Þeir sem eiga fullt af peningum sem þeir hafa ekkert að gera við mega alveg hafa samband og ég skal af góðmennsku minni hjálpa þeim að losna við þessa óþarfa seðla, TAKK!
Þangað til næst...

þriðjudagur, september 16, 2003

Jebbz, eins og venjulega er ég búin að afkasta miklu í vinnunni í dag (...!) og er búin að vera að taka hin ýmsu próf á netinu. Þar kom í ljós að celebrity manneskjan sem er ætluð mér sé Mel Gipson - ekki svo slæmt það! (Var að vísu að horfa á Brave heart í gær...) Ég var víst blettatígur í fyrra lífi sem hét Lola og var í flegnum fötum, dansaði að atvinnu, varð ástfangin af barþjóninum Tony sem barði annan gaur til að vinna ást mína og við vorum ýkt hamingjusöm! :) Svo kom í ljós að ég er víst tilbúin að verða mamma, hmm meikar það sens?!! Jæja, áran mín er Crimson vibe - rúbín rauð sem táknar skaphita og ástríður, þægindi og velmegun og ég kýs týpu 7 í kynlífi, veit ekki hvurn anskotann það þýðir! Eru karlmenn tattooveraðir við fæðingu þeim kynlífstýpunúmerum sem þeir tilheyra? Ef svo er, hvar er þetta tattoo?!!! Verð að fara að kanna þetta betur, kannski mar fari í sund eftir vinnu og laumist inní karlaklefann til frekari athugunar - allt í vísindalegum tilgangi að sjálfsögðu!!! ;p
Þangað til næst...
Gærkvöldið var ansi viðburðaríkt, ég sem sagt reif mig loksins upp af rassgatinu og fór að þrífa kaffið mitt sem tók nú frekar langan tíma... Eftir það tók ég mér rúnt og fannst alveg snjallræði að bruna upp á Fjarðarheiði sem og ég gerði. Þar fann ég secret spot þar sem hægt er að horfa yfir Egilsstaði (án djóks, þetta er eins og í amerísku bíómyndunum svona make-out staður!!!) og þar sem ég varð svo gagntekin af ljósafegurð Egilsstaða-city þá steinsofnaði mín bara! Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var næstum búin að geraða í buxurnar þegar ég vaknaði, var ekki alveg viss um hvar ég var... En þegar ég var loksins búin að ná áttum þá var ég svo full af orku að ég ákvað að fara heim og fara í labbitúr... Það var nú ekkert sérstaklega hlýtt þannig að ég batt á mig bestu skóna svo ég yrði nú ekki úti, klæddi mig rosa vel og lagði upp í þessa hetjuför!
Í stuttu máli sagt þá labbaði ég til Kidda (hinn endinn á götuni minni!), tók mér mynd og fór aftur heim! Já það varð ekki mikið um brennslu á rassgati í þetta skiptið...! Anskot, verður að bíða betri tíma!!! :)
Þangað til næst...

mánudagur, september 15, 2003

Já dauði og djöfull! Ég er gjörsamlega fötluð í öllu sem við kemur tölvum og ætti eila að halda mér sem lengst frá þeim!!! Tímar og dagsetningar eru ekkert að meika sens, ég kann ekkert að laga þetta og vona bara að þið verðið þolinmóð við mig... HJÁLP!!!
Langaði að senda smá knús til Aldísarinnar minnar sem er í einhverri sálarkreppu þessa dagana, verið góð við hana!
Annars er ekkert að frétta héðan frekar en venjulega, mætti í vinnuna í helvíti í morgun og sá mér til mikillar undrunar að skóbúð satans er full af barnafötum! Ég er sem sagt að fara að vinna þar líka og eins og þið vitið þá er ég ekki mikil barnakelling og reyni helst að vera ekkert nálægt svona skrípum þannig að ég veit ekkert í minn haus hvaða stærðir svona dót notar hvað þá meira! Ég er sem sagt í fullri vinnu við það að vera litla heimzka stelpan, eins og venjulega...
Gaman að segja frá því að eðalpæjurnar Bóel og Erla komu til mín á kaffið á laugardaginn til að stytta mér stundirnar og auðvitað voru þær notaðar sem tilraunadýr við að finna hinn eina sanna Idol-koktel :) Bóel mín kom með alveg frábæra uppskrift og ég bíð spennt eftir að sjá hve margir eiga eftir að drepast yfir Idol á föstudaginn, hehe...! :)
Svo að lokum smá skilaboð til Vallýar; ég dansa við þig í huganum á hverjum degi þannig ef þig grípur gífurleg löngun til að dreifa pósti eða eitthvað því um líkt þá er þér óhætt að láta undan þeirri löngun þinni án þess að eiga í hættu á að gera þig að fífli, ég er líka að dansa hérna hinu megin!!! ;p
Þangað til næst...
Well hellu partypeople & Herbert!
Hér sit ég ein og yfirgefin á kaffinu mínu (13.sept) og leiðist eila bara nokkuð mikið, held að mesti tíminn þessa dagana fari í að láta mér leiðast og það er nú bara heimskulegt!!! Gærdagurinn var rassgat, allir að djamma eitthvað og djúsa sem ég hef ekki gert í langan tíma og telst það frekar óvenjulegt miðað við byttuna sem ég er! Næsta djamm mun ekki vera fyrr en við munum frumsýna showið og takið eftir; það er 18. október!!! En ég verð að segja að þrátt fyrir langan og frekar leiðinlegan vinnudag í gær þá endaði hann samt MJÖG vel, takk til þeirra sem eiga það skilið... :)
Þangað til næst...
Well hellu partypeople & Herbert!
Enn og aftur sit ég í tölvunni á kaffinu mínu (14. Sept) og er þessi dagur er búinn að einkennast af þvílíkri þreytu og ég get ekki beðið eftir að komast heim að sofa, það var sem sagt Kárahnjúkadagur í dag og allt fullt að gröðum körlum sem klípa endalaust! Það er alveg endalaust þreytandi!!! :/ Ég get samt sagt ykkur að ég fékk mér bjór eftir vinnu í nótt og þvílíkur unaður, ég var eila búin að gleyma hvað bjór er góður! Þetta gengur nottla ekki, það er bara blóð eftir í æðakerfinu hjá manni og það er nú bara rugl, mar má ekki þorna svona! :)
Löngunin til að fara suður vex með hverjum deginum, langar svo að fara suður og hitta fólkið mitt, vantar einhvern til að hanga með mér, bíður einhver sig fram? :) Bóel mín kom samt áðan til mín og gaf mér langþráð knús, hún fattaði að það var Kárahnjúkadagur og brunaði til mín, hún er svo yndæl þessi elska! Mundu að það er löns á morgun (eins og reyndar alla daga!) :)
Heyrði í Aldísinni minni áðan, hún var eitthvað döpur greyið... Knúsið hana ef þið rekist á hana því hún á það alveg skilið!
Þangað til næst...

fimmtudagur, september 11, 2003

Well hellu partypeople & Herbert!
Jibbí, dagurinn í Waage er á enda!!!!!!!!!!! :) Það ríkir mikil gleði á þessu heimili núna! :) gaman gaman GAMAN!
Því allt hið góða deyr... hafiði það!
Þangað til næst...
Hmm, þetta er nú eitthvað furðulegt, af hverju í anskotanum er þetta á einhverju afdala tungumáli? Kann ek að laga, sorry! Skemmtið ykkur við að reyna að lesa þetta!!!
Well hellu partypeople & Herbert!
Hafiði tekið eftir hvað posted tíminn er vangefinn?!! Ég er búinn að reyna að breyta honum en það er ekki alveg að ganga! Það er eins og ég sé vakandi allar nætur og að vinna í búð sem er opinn á alveg fáránlegum tíma! Kann einhver að laga þetta? Annars er lítið að frétta síðan áðan, enda ekki nema kannski klukkutími síðan... sad... Jú Vallý hin fagra var að senda mér sms og tjá mér það að hún sæti í tub við hliðina á einhverjum gaur með ýkt moll á hausnum, ég var að mana hana í að pota en henni leist ekki alveg á það, þá sagði ég henni að skera hana af því þá gætum við gætt okkur á henni á köldu síðkvöldi þegar ég væri flutt til hennar og þá var mér tjáð að ég væri ógeðsleg! Ég bara skil ekki þennan dónaskap!!! Ég er að vísu ekki talin mjög sjarmerandi og tók Hafþór það að sér að segja mér það með reglulegu millibili, æ hann er svo indæll þessi elska... feita rassgat... ;p Vill einhver gera mér greiða og fara að leika við hana Bóel mína, hún var að halda heim á leið og leiðist eitthvað svo mikið litlunni minni :( Ef þið rekist á hana einhversstaðar gefið henni þá stórt knús, hún á það alveg skilið! :) Við ættum kannski að stofna klúbb fyrir einmana fólk þar sem allir faðmast og hoppa í hringi (fólk sem er einmana finnst svo gott að láta faðma sig, innskot ritara)?
Ég skal samt lofa að vera ekki alltaf svona aktíf við skrifin svo þið losnið undan mínu endalausa rugli, ég er að reyna að vinna í því að eignast líf, gengur eitthvað hægt... Er kannski einhver sem vill gefa mér sitt?
Langar að senda alveg huge hug til Aldísarinnar minnar sem er að gera góða hluti og létta mér lífið *HUG*!
Já og þakka Hafþóri fyrir að segja mér kóngulóarbrandarann, ég get hlegið endalaust af honum!!! � alvöru, hringið í hann og biðjið hann um að segja ykkur hann!!! :)
Jæja, ég ætla að þykjast eiga eitthvað smá líf!
Til þess er fé að flíka því...
Þangað til næst...
Well hellu partypeople & Herbert!
Þetta mun aldrei enda, ég get ekki hætt að skrifa! Þetta er nú meira eymdarlífið! :/ En hún Bóel frænka var svo yndisleg að benda mér á snilldar síðu, www.newgrounds.com og er ég búin að vera að dunda mér við að afklæða snót nokkra sem kallast Britney Spears og klæða hana aftur í, svo er líka hægt að skjóta hana og fleira skemmtilegt! :) Ef það er einhver þarna úti í hinum stóra heimi sem sem leiðist jafn mikið og mér þá mæli ég með að kíkja þarna inn, það er alveg hægt að hnakkaskjóta nokkra klukkutíma þarna :) Þið einmana fólk getið líka bjallað í mig ef þið eruð gjörsamlega að fara yfir um af leiðindum og þá getum við látið okkur leiðast sama og leiðst um í huganum... jæja...
Aðal átakið næstu mánuðina er samt að vera dugleg að safna pening svo ég geti drullast til að borga upp skuldirnar og farið að yfirgefa frón, það er beðið eftir þeim degi með mikilli eftirvæntingu...
Það sem er svona heitast þessa daganna er að showin með BRJÁN eru að fara að byrja og það verður eflaust mikil gleði í kringum þau eins og alltaf, áætlað að frumsýna þann 18. okt :) Hmm, nei Þórður minn, þessi Brjánn er ekki einhver kall!!! :)
Þeir brenna er of nærri eldi sitja... BAMM heimzku skátar...!
Þangað til næst...
Well hellu partypeople & Herbert!
Þetta er sem sagt í 3 skiptið í dag sem ég blogga, segir það ek allt sem segja þarf um þennan crap vinnustað?!!! Ætlaði bara að fara nánar í það sem er að gerast á kaffinu mínu um helgina. Í kvöld er sem sagt bjórkvöld - 2 fyrir 1 tilboð, á morg er ungfrú Evrópa á breiðtjaldi kl 20 og svo karókí eftir það - 5 í fötu á 1800, lau er það boxið sem ríður rækjum - 5 í fötu og svo er bjór og skot tilboð á sun! Þetta gæti orðið glæst helgi og vona ég að ég sjái sem flesta í lummustuði! :) Annars var þetta fínt hádegi, brokkolísúpa í Shell þótti ansi bragðgóð og seðjandi, það furðulega er að við Bóel virðumst alltaf rekast á hr. Hafþór í hádeginu sem situr þar iðulega að snæða eitthvað góðgæti og var það ákveðið að héðan í frá verðum við hádegisfélagar. Er núna að vinna í því að hanna fyrir okkur eitthvað lógó og ef það eru einhvejir sem vilja ganga í þetta virðulega félag vinsamlegast beðnir að hoppa uppí rassgatið á sér því þeir eru ekki velkomnir!!! Nei það er nú bannað að vera dónalegur :)
Æ hvað það er leiðinlegt að vera hérna annars, ekkert að gera! Sem betur fer mun þessari ömurlegu Waage martröð ljúka í lok mánaðarins og þá get ég farið að einbeita mér einungis að kaffinu :)
Ég var að surfa á netinu í gær og rakst á idolonfox.com sem er bara fyndið því þar er hægt að sjá inntökuprófin sem eru stórkostlega hræðileg! Endalaus gleði ;p
Jæja, ætla að hvíla þetta í bili, mun samt eflaust skrifa meira á eftir :)
Þangað til næst...
Well hallu partypeople & Herbert!
Já ég á mér ekkert líf og mun eflaust eyða þessum 8 tímum sem mér er ætlað að sitja hér í helvíti í það að testa þessa blessuðu síðu :) Langaði bara aðeins að minnast á það að hún Bóel mín litla (þriðja slim & glossy systirin!) situr hérna hjá mér í vinnunni og það er nú gaman :) Hún er búin að hjálpa mér geðveikt við það að koma þessu á alnetið og hér fær hún stórt knús fyrir það *KNÚS!*.
Annars var ég að fá snilldar hugmynd, ég og Svanhildur vorum að ræða um gröðu Kárahnjúkakallanna sem láta ungmeyjar Egilsstaðacity ek vera þegar þeir koma af fjöllunum og við komumst að þeirri niðurstöðu að sniðugast væri að fjárfesta í eins og einum vinnuskúr (bara til að byrja með-kannski) rusla öllu út úr honum og setja súlur, nokkra stóla og opna þar með svokallaðan súlustað! Svo væru nottla svokölluð losunarherbergi fyrir þá greyin :) Ég hugsa að þetta myndi redda mörgum vandamálunum hér í bæ :) Vandamálið er bara að það vantar stelpur til að taka að sér dillidansinn, ef þið hafið áhuga, endilega hringið í 555-I'vegotnolife og sækið um!
Munið svo að kíkja á kaffið mitt um helgina, þar mun ríkja mikil gleði sem einkennist af bjór, boxi, fegurð, fótbolta, karókí og kokteilum svo ég tali nú ekki um eindæma fallegt starfsfólk sem vert er að heilsa uppá, kíkið við!!! :)
Verð að fara að éta, það er ávallt skemmtilegt - lifi Shell!!!
Þangað til næst...
Well hellu partypeople og Herbert!
Jebbs Berglind litla er byrjuð að blogga! :) Veit samt eila ekki hvað ég er að gera en vona að ég nái að átta mig á því one fine day, verið þolinmóð litla fólk... :) Það er bara lítið að frétta héðan, er að vinna í búð dauðans eins og er - að rotna úr leiðindum, tilbreytingarlaus grámi hversdagsleikans er að gera mig brjálaða! En já, ég heyrði í hinni griffludrottningunni um daginn, hún er að gera það gott í London, væri svo til í að vera þarna með henni :( Það styttist samt alltaf í það að slim & glossy og grifflurnar sameinist...
Ok, þar sem ég er alveg græn í öllu sem tengist tölvum og get eila sagt að ég sé tæknilega fötluð, vill þá einhver góðhjartaður drulla sér til mín í Waage og kenna mér hitt og þetta eins og setja upp gestabók og þess háttar :)
Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?