<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 30, 2003

Já anskot, mar er ekkert búinn að vera virkur hérna! Gleðinn yfir að vera búin að frumsýna var fljót að hverfa... mín vaknaði með bullandi hita á sunnudeginum og ekkert svo fögur skal ég ykkur segja! Svo þegar mér varð litið á hitamæli þann daginn sá ég mér til mikillar furðu að hann sýndi 20 stiga hita, WHAT!?! Ég kann að velja mér dagana til að vera veik...! :(

Helgin var alveg ósköp ljúf á köflum, fór niðrá Nesk á fös.kvöldinu til að fara á generalprufu sem gekk svona lala, eftir hana skunduðum við Snjólfur (til að koma í veg fyrir misskilning!) til Laufeyjar og Hafþórs í fallega einbýlishúsið þeirra því þar höfðum við ákveðið að gista yfir helgina. Vöknuðum svo um hádegisbil á laugardeginum og við Laufey tókum okkur til við að elda læri handa okkur og Hafþórunum sem tókst alveg með eindæmum vel og fáum við hér með þakkir fyrir! :) Svo var bara legið í leti (á meltunni sökum ofáts) fram að frumsýningu sem gekk prýðilega þrátt fyrir mikinn lasleika innan hópsins, HÚRRA FYRIR OKKUR!

Berglind litla er sem sagt að skríða saman núna loksins eftir veikindin og verður það að teljast mikið fagnaðarefni því það er ekkert leiðinlegra en að vera veikur, mar má ekkert fara út til að hitta neinn og það kærir sig enginn um að kíkja í heimsókn þar sem bakteríur og horslettur fjúka útum allt!
Ég er samt alvarlega að pæla í að kæra Bíórásina sem átti heimsmet í að sýna leiðinlegar myndir á meðan á aumingjaskapnum stóð, allir sem þekkja mig eitthvað vita að ég er minnsti Star wars aðdáandi í heimi og þá ákvað hin illa Bíórás að taka sig til og sýna einhverja prumpu Star wars mynd um ekkert og ég í minni heimsku ákvað að horfa á hana og hætta á að drepast úr leiðindum bara til að sjá hvort það kæmi ekki einhver góð mynd á eftir en nei, sýnum svo Pokemon tussu mynd! Þá ákvað ég að stappa niður fótunum, grenja og hníga niður í vonleysiskasti dauðans og verður það að segjast að litla konan leit út eins og 3 ára krakki í frekjukasti og þykir það hálf sorglegt...!

Jæja, maginn er farinn að láta vita af sér þannig að ég læt þetta duga í bili

Þangað til næst...sunnudagur, október 19, 2003

Ég er ný búin að uppgötva alveg frábæra aðferð til að halda manni vakandi í skammdeginu, kaffibaunir og súkkulaði! Þetta er alveg meiriháttar snilld sem ég mæli eindregið með! Ég er búin að torga nokkuð mikið af ómöluðum baunum í dag og mæli kannski ekki með svona miklu magni, ég er eila eins og Speedy Gonzales og mun eflaust ekkert sofna í kvöld, ANSKOT!!! Þetta er samt mjög sniðugt í litlu magni :)

Heiða fagra rúsínurassgat á afmæli í dag og vil ég senda alveg milljón kossa og knús til hennar alla leið til Bandaríkjanna! Vildi svo óska að ég gæti verið hjá henni á ammlisdaginn en þessar kveðjur verða að nægja, luv ya girl!!! :*

Væmna hornið...
Vinir eru það mikilvægasta sem maður á og ég held að ég eigi bestu vini í heimi! Þeir eru alltaf til staðar þegar maður þarf á þeim að halda til að deila með manni sorgum og gleði og ég vil að þið vitið að ég er líka hérna ef þið þurfið á að halda! Þið eruð svo yndisleg og frábær í alla staði og ég segi það kannski ekki nógu oft en ég elska ykkur mest! Það er ótrúlegt hvað maður er umlukinn frábæru fólki og þó mar sé stundum einmana þá veit maður samt að þið eruð þarna :)
Munið...
Vinir eru eins og stjörnurnar - við sjáum þær ekki alltaf en vitum að þær eru alltaf til staðar! :)


Það styttist óðum í frumsýningu, spennan er farin að magnast og tilhlökkunin er gífurleg! Æ hvað verður gaman að fara að baukast í sýningum :) Vona að flestir sjái sér fært um að koma!

Dagurinn í dag er ekki æfing fyrir morgundaginn - dagurinn í dag er eini dagurinn sem ég get lifað í dag og því verður að nýta hann, hann mun ekki koma aftur. Lifum því hvern dag eins og hann sé sá síðasti og njótum hans til fullnustu!

Vá það er greinilegt að ég hef verið að éta spakmælabaunir í dag! :)

Þangað til næst...

föstudagur, október 17, 2003

Já sælir nú félagar! Það er víst kominn tími til að fara að tjá sig eitthvað hérna :) Ég sit sem sagt hérna á kaffinu mínu eftir hörku þrif, er eila búin að skúra mig uppá stól því það er allt rennandi blautt og ég kemst hvergi!!!

Það var nú alveg hörku djamm í gangi hérna í gær, salan rauk uppúr öllu valdi og Berglind litla brosti sínu blíðasta sem aldrei fyrr! :) Það komu sem sagt einhverjir vinnukarlar hérna og fylltu staðinn og sig í leiðinni þannig að karókígræjurnar voru drifnar í gang og þá ríkti nú mikil gleði!

Hann Ingi Björn er staddur hér á landi eins og er, komin með gleraugu og alles sem gefa honum ákveðið gáfumannalook sem vantaði einmitt! :) Nærveru hans var fagnað í gær með miklli bjórdrykkju (hjá honum, ekki mér) sem endaði nottla á því að mín varð að setja sig í driver stellingarnar eftir vinnu, gaman að því!

Svo var ball um daginn, átti að vísu að vera Papaball en það var svartra fata ball í staðinn. Berglind ákvað að drífa sig eftir vinnu og skemmti sér alveg helvíti vel þótt ótrúlegt megi virðast! Mætti bara eins og fín frú í nýja starfsmannabúningnum - sem merktir eru Egils by the way og það fyndna er að ég þurfti ekki að borga inn sökum þess! Málið var nebbla að það voru 4 starfsmenn frá Egils sem áttu að fá frítt inn og þau héldu að ég væri ein af þeim, HAHAHAHA - BAMM!

Hann Rex er staddur á Akureyri eins og er og var að reyna að fá mig þangað líka á djammið, verð nú eila að segja að mig langaði pínu að fara, þá hefði ég getað séð fagra manninn (en Aldís, hann er svo sætur! ;p) en Raggi minn lofaði að taka mynd af honum svo ég gæti kysst hann góða nótt í staðinn! :)
Já og Rex: gott gengi með dúlleríið um helgina ;)

Nú er allt komið á "fullt" skrið með æfingar fyrir show, frumsýnt næsta laugardag þannig að nú er allt að gerast! Haldiði að henni Berglindi fiturassgati hafi ekki verið troðið í einhvern mini leopard kjól fyrir Spice atriðið! Það lítur alls ekki vel út, trúiði mér!!! Hugsið ykkur bara: rúllupylsa í hlébarðaskinni!!!

8 dagar í frumsýningu!!!

Þangað til næst...


föstudagur, október 10, 2003

Jebbz, Berglind féll á hollustuprófinu, var að enda við að gleypa spreðil og sit nú í mikilli eftirsjá... mar verður nú að viðhalda rassgatinu! :)

Ætlaði bara að minna á að hann Kristján - trúbador allra landsmanna ætlar að troða upp hérna á kaffinu á laugardaginn og ég hveð alla til að koma og berja drenginn... augum...! :)

Var annars að heyra að það verður ekkert úr áætluðu Papaballi um helgina, komu víst upp einhver veikindi í grúppunni þannig að hljómsveit svartklæddra manna kemur í staðinn og verð ég nú að viðurkenna að ég er bara miklu meira en ánægð með það!!! Nú þarf ég ekkert að vera leið yfir því að vera að vinna og ég get tekið gleði mína að nýju! :)

Já og Raggi, ætlaðir þú ekki að fara í missionið að finna handa mér karlmann? Hvernig gengur það? :) Ertu kannski of upptekinn í þínum eigin pælingum?!! ;p Gangi þér allt í haginn með það! :*

Svo hringdi ég í blinda uppistandarann áðan og tjáði honum að ég gæti eila ekki komið honum inn í dagskránna og hann virtist ansi leiður, ANSK, ég mun brenna í helvíti fyrir að "ókæta" blindann mann...!

Muniði þegar ég sagði um daginn að ég vorkenndi aumingja útlendingunum uppi á Kárahnjúkum því þeir myndu deyja í vetur úr kulda? (vá þetta var löng spurning!) Any ways, þeir eru bara komnir í verkfall núna því þeir vilja fá hlífðarfatnaðinn sinn frá Impreglio sem ég skil alveg ósköp vel! Held að Impreglio sé fyrirtæki satans...

Sá fallegasta barn sem ég hef augum litið núna á dögunum, það ku vera ítalskt og er bara algjör engill! Held að ég fari og finni mér eins og eitt stykki Ítala til að baka barn með mér og sparka honum svo að bakstrinum loknum, held að það sé alveg þess virði! :)

Jæja nóg af heimzku í bili ;p

Þangað til næst...

fimmtudagur, október 09, 2003

Já góðan dag! Mín er nú ekkert of ánægð með framistöðu dagsins þar sem ég svaf til ca. 4 í dag og missti þar af leiðandi eila af deginum! Það skiptir svo sem engu máli þar sem hann hefði eflaust verið jafn tilbreytingarlaus og hinir! :)

Eyddi sem sagt nóttinni í að spjalla við íbúðarfélagann (sem er svona eins og herbergisfélagi nema við deilum íbúð ekki herbergi...!) um allt og ekkert og verð eila að segja að það var nú bara nokkuð áhugavert, ágæt tilbreyting! :) Kærastan hans er að koma á morgun og verður í 2 vikur þannig að ég verð að fara að redda mér töppum í eyrun, ÁI!

Las annars í dagskránni í gær einhverja auglýsingu frá gaur sem kallar sig Begga og er blindur uppistandari, hélt nú reyndar að þetta væri eitthvað djók en svo hringir síminn er ég sit hér í mestu makindum og þá er það bara kauði á línunni! Hann var sem sagt að spá í að fá að vera með uppistand hérna næstu helgi og í rauninni veit ég ekkert hvað ég á að gera! Ætti ég að hleypa honum inn...?

Jebbz, í kvöld er svo Bachelor-kvöld, gleymdi algjörlega að fylgjast með þessu síðast þannig að ég VERÐ að sjá þáttinn í kvöld, vonandi verður mikið grenjað og slagsmál! :)

Því miður verður að fella niður Idol-kvöldið á morgun vegna koktalboðs en það verður nú bara samt sem áður stemmari. Hún Bidda mín ætlar að taka þetta upp fyrir mig þannig að ég missi ekki af neinu! :) Þetta koktelboð á morg er eila svona fordrykkja fyrir PAPABALL sem verður annað kvöld, ef konan hefur einhvern tímann haft löngun til að fara á ball þá er það þetta ball en nei, mín verður að gjöra svo vel og vinna! Kannski er það bara best miðað við síðasta djamm...

Ég fékk annars endanlegan lagalista í gær (held að hann sé endanlegur...) fyrir showið og líst ágætlega á, er að vísu með eitthvað lag sem ég veit ekkert hvernig er en ég fæ vonandi cd á morg frá Helga þannig að þetta er allt að gerast... loksins!!! Það skemmtilega er að Spice girls voru nú breskar!!! ;p Heyrði í Laufey sætu í morgunn og deildum við gleði okkar yfir að hafa hvora aðra þarna :)

16 dagar í frumsýningu!!!

Þangað til næst...

miðvikudagur, október 08, 2003

Jæja nú er bömmertíminn að líða undir lok og tími til kominn að fara að skrifa eitthvað hérna! Það er svo sem fátt sem hefur á daga mína drifið eins og venjulega, er sem betur fer hætt að vinna í helvíti og það er mikill léttir! :)

Las hjá hinni drottningunni að hún er komin með íbúð og það gleður mitt litla hjarta alveg óendanlega, gott að vita að hún er safe í stórborginni! :) Vildi bara óska að ég væri farin til hennar, það myndi eflaust bjarga manni frá því að verða geðveikur!!! En það mun koma að því... verð bara að vera geðveik þangað til!

Já eins og ég sagði þá er ég bara í einni vinnu at the moment sem er alveg ágætt en verð samt að segja að mér leiðist nú doldið svona dags daglega, allir að vinna og gera eitthvað nema ég þannig að dagarnir eru alveg helvíti lengi að líða...! Held að ég fari að finna mér meiri vinnu...

Svo eru æfingar fyrir showin byrjaðar, hef að vísu ekki farið á neina æfingu ennþá og veit satt að segja ekkert hvað ég er að fara að syngja en það kemur í ljós... vonandi... Áætlað er að frumsýna þann 25. okt (afmælisdagurinn hennar Stellu minnar sem verður tuttuguogníu ára) og
vonandi sjáum við sem flesta! :)

Ok hver er samt spekin á bakvið það að borga út laun 15. hvers mánaðar? Það er u.þ.b. það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt! Ég meina, mar borgar alla reikninga um mánaðarmót og að mig minnir þá eru þau EKKI 15.! Þetta er alveg ótrúlega pirrandi og nær bara ekki neinni átt! Plís útskýrið fyrir mér ef þið vitið af hverju þetta þarf að vera svona!

Jæja þetta fer að verða gott í bili en smá að lokum...

Afmælisbörn októbermánaðar:
Jökull 6. okt - skríður í 21
Kristján "litli" 8. okt - bara lítill
Kalli 8. okt - burtfluttur Reyðfirðingur
Heiðan mín 19. okt - vildi getað verið hjá henni á ammlisdaginn
Stella hin fagra 25. okt - fegurri með hverju árinu
Doddilíus 29. okt - eiginmaðurinn 21 árs

Vonandi er ég ekki að gleyma neinum en ef svo er þá getið þið látið mig vita og því mun verða kippt í liðinn!!! :)

Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?