<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Það er mikið um þreytu á þessum bæ í dag! Berglind litla ákvað að fá sér bjór með Árnýju Vöku í gær eftir vinnu þannig við skunduðum á Sportbarinn, eini bjórinn sem átti að vera drukkinn varð að nokkrum ásamt skotum... Svo þegar staðnum var lokað þá dreif hótelstjórinn okkur á bakvið og gaf okkur meira áfengi. Þegar við vorum búin að sitja þar í smá stund fór hungrið að segja til sín þannig að Árný bauð í partý og þangað var brunað, étið og drukkið þangað til kl. hálf 7 í morgunn :) Mín er sem sagt soldið ryðguð í vinnunni í dag en það er alveg þess virði því djammið var FRÁBÆRT!!!

Mér var boðið á deit í gær af einhverjum íslenskum gaur, frekar leim, eitthvað verið að tala um falleg augu og bros og svo boðið út að borða... Þar sem ég er ekta íslensk bredda þá fór ég að hlæja uppí opið geðið á greyinu, ég meina, ekki bjóst hann við að ég myndi falla fyrir þessu?!! Æ þetta var voða sætt og allt en ég held að ég myndi skíta á mig ef ég myndi fara á deit, þurfa að sitja með einhverjum gaur sem ég þekki ekkert, éta og vera að rembast við að segja eitthvað gáfulegt (sem gerist ALDREI!!!) Ég hélt bara að íslenskir strákar myndu ekki bjóða á deit...

Ég á samt ammæli eftir viku! Það er ALLTAF gaman að eiga ammæli því þá eru allir góðir við mann og kyssa mann :)

Æ tilvistarkreppan er samt sem áður farin að segja til sín, ég veit ekkert hvað ég á að gera eftir áramót, það er margt í boði og mikið verið að spá en ég get bara engan veginn gert upp við mig hvað ég á að gera... Einhverjar hugmyndir? HJÁLP!!!

Þangað til næst...

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Á ég að segja ykkur? MÉR LEIÐIST!!! Það er nú svo sem ekkert nýtt...

Ég get samt gert ykkur forvitin, Aldísin mín á kærasta!!! ;p Það er eitthvað sem mér finnst alveg ýkt sætt því hún vandaði sko valið í þetta skiptið og það tókst svona líka helvíti vel! Ég ætla samt ALLS EKKI að segja ykkur hver kauði er, það er mitt að vita & ykkar að komast að! Til hamingju elskan mín!!! :* Mundu samt að það er regla innan klúbbsins sem er svo hjóðandi: sá meðlimur sem gerist svo heppinn að næla sér í kjötmeti er skyldugur að fara á stúfana fyrir hina meðlimina og vera kominn með nafnalista yfir álitlega bita eigi síðar en 4 vikum eftir að einstaklingurinn hefur gengið út. EKKI GLEYMA!!! :)

Mér var samt bent á frá góðum vini að ég ætti kannski ekki að vera að auglýsa einmanaleika minn svona á alnetinu, það gæti leitt eitthvað slæmt af sér en það verður þá bara að hafa það, ég má alveg vera sorgleg ef ég kæri mig um! ;p

Annars er bara enn ein leiðinleg helgin framundan, ekkert að gerast sem er bara gott því ég er hvort eð er alltaf að vinna! Kíkið til mín á kaffið!

Þangað til næst...sunnudagur, nóvember 23, 2003

Mín ákvað að sýna smá lit í gær og skellti sér á ball eftir vinnu eins og fín frú! Klukkan var að vísu 3 og var ballið til 4 þannig að ég neyddist til að drekka ansi hratt til að ná hinum í drykkju... :) Það var aðeins tekið á því á dansgólfinu með mörgum góðum, þar á meðal Skúla Magnússyni og fær hann hér með miklar þakkir fyrir frábæra snúninga! ;) Síðustu 2 lög kvöldsins voru svo til heiðurs MUSE og ég hélt að við Vaka myndum missa okkur!!! Gerði mér sem sagt enn betur grein fyrir því að ég er að fara á MUSE eftir örfáa daga! Ok Tinna, ekki drepa mig, sé fyrir mér fokkjú-puttann ;p Þetta var alveg hreint hin fínasta skemmtun, takk strákar - þið eruð æði! :*

Við Bóel erum samt sem áður búnar að stofna klúbb, hann heitir síngul-vomans-klubb, meðlimir hans verða sem sagt að vera einhleypar beyglur sem þrá ást og gera allt (og ég meina ALLT;p) til að komast í kynni við ástsjúka menn! Við frænkurnar glímum báðar við sama vandamál, okkur er farið að langa í karlmann inn í líf okkar og er ástandið ansi súrt eins og er... BÓEL - VIÐ STÖNDUM SAMAN Í ÞESSU!

Þangað til næst...

laugardagur, nóvember 22, 2003

Vitiði, MIG LANGAR Í KÆRASTA!!! Nei svona í alvörunni, hvað væri það ljúft? Soldið langt síðan mar stóð í svona sambandspakka en væri alveg til held ég. En svo vandast málið, vinkonur mínar hafa verið duglegar að tjá mér að ég sé of pikkí og finni alltaf eitthvað að þeim sem érað deita. Mission #1: hætta því og gefa séns. En hvar eru allir góðu strákarnir? Þið vitið, þessir sem eru trúir og tryggir, kyssa mann hvenær sem tækifæri gefst, skammast sín ekki fyrir að halda utan um mann á almanna færi, segja alla réttu hlutina og elska mann þegar mar á það minnst skilið?!!! (æ já, í bíómyndum þar sem þeir eru að leika þetta allt saman!!!) Hvert sem ég lít sé ég bara einhverja sem eru ekki tilbúnir eða busarassgöt! Það telst nú ekki gott skal ég segja ykkur, markaðurinn er alveg þurrausinn og ekkert bitastætt í gangi (hmm, kannski hafa stelpurnar rétt fyrir sér um mig...!)
~Vallý og Heiða, ég treysti á að þið komið heim með einhvern gaur með ykkur frá útlandinu handa mér svo Berglind litla verði glöð! ;)

Annars er ekki rassgat að frétta, Egs sökka feitt og ég er að drepast úr eymd og volæði. Langar svo að komast burt og aldrei (aldrei að segja aldrei) koma aftur, hata þessa djöflaeyju...! Sko núna væri til dæmis hentugt að eiga kærasta sem myndi bara stynga af með mér eitthvað út í rassgat og sleikja sólina með mér á einhverri eyðieyju! Ok ég er farin að hljóma OF sorgleg...

Ú, ég er samt að fara að fá tækifæri til að syngja aftur í kirkjunni á Eskifirði sem er með besta hljómburð ever! Síðast þegar ég söng þar þá var ég svo þunn að ég var við það að æla í öðru hvoru orði og það var ekki fögur sjón! En ég er sem sagt að fara að syngja svona uppáhalds jólalögin með Einari Braga (blásari), Daníel Ara. (píanó) og Jóni Hilmari (gítar) síðustu helgina fyrir jól og mér skildist að Tinna litla myndi einnig vera með í geiminu þannig að litla jólabarnið ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman :)

Þangað til næst...

föstudagur, nóvember 21, 2003

Nei, dauði og djöfull, hvaða helvítis og allt sem er ógeðs!!! Berglind litla pempía þurfti að gjöra svo vel og bretta upp ermarnar í gær rétt fyrir lokun því einhverjum karlskrattanum datt í hug að æla á klósettið og takið eftir: Á KLÓSETTIÐ!!! Klósett hefur nú ekki verið talið flókin græja hingað til og enginn vandi að vippa upp lokinu sama í hvaða ástandi mar er í!
Og þarna þurfti mín að skríða um á fjórum til að ná upp öllu ógeðinu og mér var ekki skemmt! Ykkur samt til fróðleiks og yndisauka get ég tjáð ykkur að þarna fann ég sveppi og hálfmelta rækju, skemmtilegt það! ;p

Sit annars á kaffinu og það er EKKERT að gera - bærinn hálf dauður, hvar eru allir stuðboltarnir mínir sem héldu í mér lífi síðasta vetur?!!! Come back... come back... (Titanic móment með flautu og öllu!) Á svona stundum verður manni hugsað til síðasta veturs sem var bara sá allra besti EVER! Það var aldrei dauð stund og mar fann sér alltaf einhvern til að leika við, mig vantar sárlega leikfélaga og tek fegins hendi við öllu sem mér berst, hálf sorglegt ástand...!

Svo langar mig líka alveg hrikalega í heimsókn til Vallýar minnar áður en hún kemur heim því það er óvíst að hún snúi til heimsborgarinnar eftir áramótin og mig langar að upplifa smá af ævintýrinu með henni. En heimska ég var að fá mér aukavinnu í desember og finnst hálf heimskulegt að biðja um frí þar sem ég mun bara vinna þar í mánuð :/

Annars liggur litla Bóel mín lasin heima og finn ég mikið til með henni, myndi vera góð stóra frænka og færa henni ávaxtakörfu en kæri mig ekki um að smitast þannig að megi hún gæða sér á ávöxtunum í huganum :*

Já, ég verð að lýsa gleði minni yfir úrslitunum í Bachelor í gær, hann valdi rétt og mín varð glöð. Var samt að pæla, er þetta ekki eitthvað sjúkt? Ég meina, þau eru búin að þekkjast í 2 mánuði og í lok þáttarins þá biður hann hennar... Fyrir utan það nottla hvað leikurinn er fáránlegur og laus við allt sem eðlilegt telst! En gaman að fylgjast með þrátt fyrir allt :)

Þangað til næst...

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Heil og sæl! Helgin var æðisleg!!! Ætla mér ekkert að lýsa henni eitthvað frekar því hún var bara í einu orði sagt æðisleg! :) Síðasta sýningin var síðasta lau. og það er hálf furðulegt að vera ekki að fara að sýna núna um helgina, það verður HRÆÐILEGT að fá ekki að sjá fagra andlitið hennar Laufeyjar minnar! :/ En ég á minningar sem ylja mér... ;p

Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá finn ég mig knúna til að tilkynna það hér með að ég á ekki kærasta! Það hefur eitthvað verið að hvissast út að ég eigi mér ástmann en sögusagnir þær eru með öllu rangar. Ég er sem sagt bara einmana sorgleg kelling sem lifir ástlausu lífi... En er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þannig að PLÍS hafið samband! :)

Heyrði annars í London slutinni um daginn og verð ég að segja að litla griffluhjartað fór að slá hraðar, tilhlökkunin yfir að endurheimta hana er gífurleg og grifflan bíður spennt eftir nettu djammi!

Þarf að fara að fylgjast með Bachelor, hef ekki tíma fyrir þetta - GO JAN!!!

Þangað til næst...

föstudagur, nóvember 14, 2003

MMMMUUUUUSSSSEEEE!!! Það er lítið annað sem kemst inní huga minn eins og er, ég er að springa! Var að enda við að fjárfesta í flugfari til borgar óttans og verð ég að segja að mér hafi tekist vel upp þar sem ég náði tilboðsmiða fram og til baka fyrir 9800! :)

Best að fara að hringja í mína heittelskuðu Vallý sem allir dá og dýrka! ;p

Þangað til næst...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Oh my god - oh my god - oh my god Muse þann 10. des!!! Ég er að springa úr spenningi!!! Get ekki sofið, get ekki borðað og gleymi að anda inn á milli sem er ekki mjög gott...! Þetta er bara of gott! :) Sæti litli bróðir minn ætlar að fara í biðröðina í nótt með svefnpoka sér við hönd og einhvern Berta og ætla þeir að fjárfesta í miðum á þennan tónlistarviðburð, líka handa mér! :)
Persónulega held ég að þeir séu að koma til landsins í tilefni af afmælinu mínu sem er þann 7. des. þannig að þetta eru eila afmælistónleikar mér til heiðurs! - vil að minnsta kosti halda það :)

Svo á litla ég frí á morgun og þá ætla ég að leika rich-bitch og bjóða Hafþóri mínum út að borða af því að hann er svo yndislegur, eitt góðverk á dag muniði :) Ég á líka frí á sunnudaginn sem er best, góð helgi framundan!!!

Búin að redda mér aukavinnu í desember, mun sem sagt fara að vinna aftur í Profil Optik, þar er nú starfandi mesta MILF heims, ekki amalegt það! ;p Svo er sæta Jódísin mín líka að vinna þar þannig að stemmningin verður ráðandi í des! :)

Þangað til næst...

mánudagur, nóvember 10, 2003

Þvílík snilld sem sýningin á laugardagskvöldið var! Salurinn var alveg frábær og mikil stemmning í gangi og svo var ákveðið að vera á ballinu þar sem við Tinna tókum tjúttið af einskærri snilld :) Við þurftum samt að hverfa í­ skyndi af dansgólfinu þegar síðasta lag var við það að klárast því að það var einhver furðulegur og alltof fullur gaur farinn að detta í­skyggilega oft á okkur... ekki svo girnilegt...

Það er sem sagt endanlega búið að Berglind litla fái ekkert að flytja heim til ma und pa aftur. Mamma kom til mín um daginn með bros alveg hringinn og tilkynnti mér það að hún ætlaði að losa sig við rúmið mitt úr herberginu mínu og setja þar inn nýjan svefnsófa, kaupa nýja hillusamstæðu og breyta þessu í gestaherbergi! Ég á sem sagt eila hvergi heima núna þannig séð! Það er of sorglegt... En til að litlu mér myndi líða aðeins betur þá sagði mamma að ég mætti velja nýja málningu á fyrrverandi herbergið mitt, NEI það ætla ég ekki að gera - vonandi verður ógeðslegi græni liturinn í­ herberginu mí­nu valdurinn að því að það mun enginn kæra sig um að gista þarna og þá fæ ég herbergið mitt! Annars frekar heimskulegt að vera að gera einhverjar kröfur um herbergið þar sem ég hef ekki búið þar nema kannski í­ viku síðustu 5 árin...!

Minn heitt elskaði Raggi kom austur um helgina, reyndar ekki til að hitta mig heldur chellinguna en við áttum alveg helv*** gott spjall á fös.nóttina eftir vinnu og vorum við að rifja upp ýmislegt heimskulegt sem við höfum brallað saman, smá áskorun: ég á vax sem er helmingi harðara en þitt, nefndu stað & stund og ég mun rústa þér!!! ;p

Well, síðasta sýningin í­ bili er næstu helgi, þetta hefur liðið alveg ótrúlega hratt enda búið að vera gaman :) Mammz & pabbz ætla að koma og það verður nú gaman! Við Laufey sætasta vorum lí­ka að ákveða að endurtaka myndarskapinn sem átti sér stað fyrir frumsýningu, aldrei að vita nema við töfrum fram nautafillet...! *slef*

Þangað til næst...

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Sætasti og besti pabbi í heimi átti afmæli í gær og af tilefni af því gaf ég honum bók og viskípela sem hann var himinlifandi yfir :) Til hamingju pabbi minn!!!

Ég fór sem sagt í ammlismat til hans í gær og töfraði mamma fram kjúkling af mestu snilld og buðum við herra Snjólfi að snæða með okkur sem hann þáði með þökkum. Eftir matinn var skrunað til Egils - city og legið í leti þangað til Snjólfur hringdi og bauð í heimsókn, já hann var að passa systurson sinn... Þetta barn er alveg með eindæmum yndislegt en ég er ekki frá því að hann sé ofvirkur, þvílíka orku hef ég ekki séð í langan tíma! Berglind sat sem sagt sveitt yfir kubbum og bílum með barninu í gær og eftir langa umhugsun komst hún að því að hún er alls ekki að fara að fjölga mannkyninu í bráð! Thank god segja sumir! :)

Ég er búin að eignast nýja frænku! Hún er að koma heim frá Kína, heitir Dagbjört Li og er dóttir Ingu Láru og Bryngeirs (við erum systkynabörn). Þess má geta að Inga Lára er eldri systir Arnar Inga bróður míns (það er eitthvað furðulegt við þetta...!), HÚRRA! :)

Þangað til næst...

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Sýningin í gær gekk með afbrigðum vel, salurinn var meiriháttar og stemmningin brjáluð! Ég vorkenni ykkur sem mættuð ekki því annað eins hefur ekki sést á Austurlandi í langan tíma! :) Frægi maður kvöldsins var án efa Herbert Guðmundsson sem svaraði kallinu frá the east coast og mætti á showið, fagur sem aldrei fyrr! En eftir show var brunað til Egils og farið á Völundarball með henni Aldísi minni sem var alveg hreint hin fínasta skemmtun, strákarnir hafa engu gleymt ;p

Þangað til næst...

laugardagur, nóvember 01, 2003

Í kvöld mun sýning 2 fara fram og er beðið með mikilli eftirvæntingu, kvíðinn sem ávallt fylgir annarri sýningu er samt farinn að segja til sín - hugsiði fallega til okkar!

Það sem er annars helst í fréttum er að hún Aldís mín er komin austur og verður það að teljast með afbrigðum frábært! Það er alveg æðislegt þegar sunnanbúarnir mínir leggja land undir fót og koma austur :) Hún ætlar að koma með mér á Nesk og fara á showið og svo verður trallað eitthvað fram eftir nóttu en HVAR það verður veit nú enginn - vandi er um slíkt að spá! :)

Já litla konan er komin í jólaskap og getur varla beðið eftir jólunum! Þeir sem kannast við mig vita að ég er eflaust eitt mesta jólabarn sem fyrir finnst og á ég það allt honum Hirti mínum að þakka - "það er allt breytt vegna þín, þú komst með jólin til mín!" Ég get bara ekki beðið eftir að fara að kaupa jólagjafir og fá leyfi til að óska öllum gleðilegra jóla, fá kossa og knús allsstaðar, borða góðan mat, hlusta á jólalög, baka, horfa á sjónvarp og letikastast! AAHH svo ljúft!!!
Það besta af öllu er svo að þá koma líka allir heim, meira að segja Heiða mín sem kemur alla leið frá útlöndum!

Að lokum fann ég mig knúna til að birta hérna texta eftir furðukonuna Leoncie sem er bara pjúra snilld! Njótið vel! :)

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?