<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 27, 2003

Jebbz, mín mætti galvösk á ball í gær og þar var mikill stemmari. Fullt af fólki sem mar hefur ek séð í háa herrans tíð og var þarna vel við skál :) Ég var samt sem áður frekar róleg á því, fékk mér nokkra öllara með Heiðunni minni og sat á chattinu mest allan tímann sem var alveg æðislegt því ég hef ekki getað spjallað almennilega við hana svo lengi.

Magnús frændi minn kenndur við Tókastaði gaf sig á tal við mig á ballinu og kvartaði sáran yfir því að hann væri með gistingu í Fellabæ þannig að ég ákvað að vera góða frænkan og bauð honum nottla bara gistingu heima hjá mér með þeim skilyrðum að hann myndi elda þegar heim væri komið. Gaurinn tók vel í það og töfraði fram alveg ágæta máltíð úr nánast engu! TAKK FYRIR MATINN - HANN VAR GÓÐUR!!! Hafþór minn sagði að vísu í morgun að tilhugsunin ein um máltíðina hefði neytt hann til að æla...! ;)

Well, í kvöld er síðan sýning á Nesk. bara almenn sýning sem þýðir enginn matur en það verður samt ball, aldrei að vita nema mar skelli sér! :) Hlakka alveg hrikalega til að hitta fögru Laufeyju mína aftur!!!

Þangað til næst...

föstudagur, desember 26, 2003

Jibbí!!! Hér ríkir mikil jólastemmning, búin að endurheimta Hafþór minn frá Borgarfirði og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið! :) Ég er sem sagt búin að vera í fríi síðustu 2 daga og er mætt galvösk á kaffið eins og venjulega. Jólin eru búin að vera alveg yndisleg, náði loksins að sofa eitthvað og var það mjög kærkomið enda mikið um þreytu undanfarna daga (gæti verið endalausu dvd glápi að kenna...!) Var reyndar eitthvað slöpp og gat því miður ekki étið eins mikið að kræsingum og ég hafði ætlað mér en ég verð bara að éta þeim mun meira um áramótin! ;p

Litla Berglind fékk samt sem áður 25 gjafir í ár og sló metið síðan í fyrra en þá fékk mín 23 :) Já ég er mikið dekur- og pakkadýr! :)

Heyrði aðeins í Gunnþórunni fyrrverandi "tengdaömmu" minni áðan og var hún að óska mér gleðilegra jóla fyrir hönd íbúa Krossavíkur. Það var ýkt fallega gert af henni :)

Þangað til næst...

þriðjudagur, desember 23, 2003

Æ hvað líðið er yndislegt, það eru allir englarnir mínir komnir heim og ég er svo glöð að ég er að springa!!! Þessi hamingja hefur ekki látið sjá sig í svo langan tíma þannig að það er eila kominn tími til finnst mér! Svo stend ég líka í einhverju dúlleríi og er nottla ekkert nema himinlifandi með það!!! ;) Ætla mér bara að segja það opinberlega að ég elska hann meira en allt í heiminum, hann er yndislegastur!!!

En aðalástæðan fyrir komu minni hér í dag er eila sú að mig langar til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona svo heitt og innilega að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar sem og alltaf!!!

Þangað til næst...

laugardagur, desember 20, 2003

Jebbsí pepsí, síðasti pistill er nú frekar óskiljanlegur en mér er alveg sama, nenni ek að reyna að laga!

Gærkvöldið var súrt. Það var alveg hundleiðinlegt í vinnunni, var að drepast úr þreytu og þynnku en get nottla bara sjálfri mér um kennt og kannski líka Vallý og Snjólfi...! Þegar ömurlega vinnudeginum var lokið fór ég á Sport til að hitta fólkið mitt og var lamin... af dópista aumingja... útaf hettunni af úlpu Arnar Inga bróður míns... og varð brjáluð... Þetta var bara frekar ömurlegt allt saman en Elsa sæta fær prik fyrir að hafa breyst í Súperman því um leið og Örn gargaði að ég hafi verið lamin þá tókst hún á loft og æddi í gaurinn, það var fyndið! En þrátt fyrir að kvöldið hafi verið súrt þá var alveg mjög mikið um ástarjátningar í gær, veit ekki hvað gengur að fólki þessa dagana en það voru allir eitthvað svo smútsí í gær, fékk að heyra langa og fagra ræðu frá Öglu minni, Vallý sagðist (sagði = GARGAÐI) elska mig frá dýpstu hjartarótum og svo má nottla ekki gleyma honum Hafþóri sem átti ekki nógu sterk orð yfir ást sína á mér, Æ EN SÆTT! :)

Statusinn í dag er frekar sorglegur, er þreytt, þunn og bólgin en hún Vallý mín er að fara að vinna á kaffinu hjá mér í kvöld þannig að kvöldinu er reddað! :)

Já og svo verður mar víst líka að gera opinbert að ég er orðinn meðlimur í Thunderpussy familyunni sem er nú ekkert smá mikill heiður! Hello my name is Thunderpussy - Tiger Thunderpussy!!! ;p

Er að fara að syngja á tónleikum á morgun, þetta eru einhvers konar kyrrðartónleikar sem einkennast að ljúfum og þægilegum tónum, Hafþór minn sagðist ætla að mæta og vera klappstýra númer eitt, verði honum að góðu! Hmm, ætti kannski að fara að finna mér textana og æfa mig...?

Þangað til næst...

laugardagur, desember 13, 2003

Oh my god - OH MY GOD!!! Muse voru GE�VEIKIR!!! Þvílíkt og annað eins, ég bý ekki yfir nægum orðaforða til að lýsa snilldinni! Ég var líka svo heppin að vera í hópi stæðilegra karlmanna því eins og allir vita þá er mín soldið stutt í annan endann en því var reddað því litlu mér var vippað uppá axlir Jakobs og á bak Hafþórs þannig að ég gat barið goðin augum :) Takk strákar! :*

Eftir tónleikana var svo haldið í öldrykkju og stóð fólk sig með eindæmum vel við þá iðju, stór og góður hópur sem einkenndist af furðulegu fólki :) Hitti einmitt Báruna mína sem var fögur að vanda, alltaf gott að hitta engilinn sinn :)

En shit hvað var mikið verslað áður en við fórum á tónleikana! Ég gjörsamlega missti mig (þó að ég segi Hafþóri mínum annað ;p), við Aldís mín - sem var svo yndisleg að taka sér frí í vinnunni til að versla með mér - þræddum búðirnar eins og við ættum lífið að leysa og tókst minni að klára að kaupa næstum allar jólagjafirnar og líka nokkrar handa mér ;) ÞA� M�!!!

Við Aldís fórum samt sem áður út að borða um leið og flugvélin lenti, fórum á Tapaz-barinn og vorum ekki sviknar, fengum humar og nautalundir og SHIT hvað maturinn var góður, enda sátum við í 2 tíma að snæðingi og gátum ekki staðið upp eftir matinn! Við drulluðumst samt loksins á lappir og fórum í bíó með nokkrum útvöldum, á Love actually með Hugh Grant og félögum ;p Snilld! :)

Jæja, Andri og Billi eru að fara að trúbba hjá mér í kvöld og svo er líka Stuðmannaball þannig að það er allt að gerast! :) Já og svo er Vallýin komin til landsins og kemur austur á morgun, HÚRRA HÚRRA!!!

Þangað til næst...

laugardagur, desember 06, 2003

Anskotinn hvað ég er orðinn dauðleið á að hangsa hérna, þetta er hreinasta helvíti!!! En bráðum koma blessuð jólin þannig að brúnin fer að lyftast... svo eru líka rétt rúmir 5 tímar í ammælið mitt - HÚRRA!!! :) Gjafir vel þegnar takk fyrir pent! ;p

Mín er annars í vinnunni eins og venjulega og einhverjum snillingnum datt í hug að hafa piparkökur og jólaglögg á tilboði í dag sem er svo sem gott og blessað - allt þangað til að ég fattaði að ég átti að búa glöggina til... Hmm þá vandast málið... kanill, negull, rúsínur, möndlur og slatti af rauðvíni og smá af vodka = VONT!!! Hringt í mömmu;
B: Hvernig á jólaglögg að vera á bragðið?
M: Römm og mjög vond!
B: (eftir MJÖG mörg smökk!!!) Mér tókst það!
Húrra! Bara ef allur matur ætti að vera mjög vondur þá væri ég snilldar kokkur!!! ;)
Ég held að ég sé farin að finna á mér eftir þessa eldamennsku, alltaf gaman að malla...!

Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?