<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Nei ég er ekki dauð, bara löt! Málið með bloggleysið er bara það að það gerist ekkert merkilegt í lífi mínu þessa dagana! Ég get samt sagt ykkur það að í dag eru 11 dagar þangað til ég flyt frá Egs og það ríkir mikil spenna, kvíðablandin spenna...

Átti annars quality-time með mömmz og pabbz í dag og það var alveg meiriháttar, þau eru svo mikil yndi! Var samt soldið hrædd í dag þegar mamma fór allt í einu að tala um að hana hlakkaði til að eignast barnabörn! Þar sem ég er frekar slow kippti ég mér svo sem ekkert upp við þetta þanga til ég fattaði allt í einu að ég er einkabarn!!! Nei ég er sko EKKERT að fara að troða einu né neinu útum prívatstaðinn minn í bráð, þau mega sko alveg fá að bíða eftir krílunum!

Mér leiðist samt sem áður alveg gígantískt, hangi í vinnunni og -SÖRPRÆS SÖRPRÆS- það hefur enginn látið sjá sig! Get ekki einu sinni stytt mér stundir með því að hringja í Hafþórinn minn þar sem hann er staddur á þorrablóti á Djúpavogi satans!!! :/

Örn bróðir og Elsa eru komin austur til að blóta þorrann á Borgarfirði (eitthvað sem ég ætti að vera að gera- SATAN) og gleðst ég alltaf þegar eitthvað af fólkinu mínu kemur austur, spurning hvort þau muni hafa heilsu í bjór- og rauðvínssumbl með mér á morg...?!!!

Það er annars eitt sem ég hef doltlar áhyggjur af. Eins og allir vita þá er ég mjög heimsk á svo marga máta og með afbrigðum gleymin... Þannig er mál með vexti að hún Vallý mín kemst ekki alla leið á Stansted til að pikka mig upp þegar ég flyt þannig að hún ætlast til að ég taki lest eitthvert og hitti hana þar...

#1 Ég hef aldrei séð lest með eigin augum, hvað þá farið um borð í slíkt tryllitæki - RASSGAT!

#2 Ég á MJÖG erfitt með að halda mér vakandi þegar ég hef hlammað mér niður (já og bara yfir höfuð!) og mun því eflaust sofna í lestinni og enda í RASSGATI!

#3 Ég er svo ótrúlega gleymin að það hálfa væri hellingur og mun þar af leiðandi eflaust gleyma hvað stoppistöðin mín heitir og enda í RASSGATI!

Æ mig auma, (nei Hafþór, ég tala ekki eins og 70 ára gömul kelling! ;p) þetta á eftir að verða eitthvað skondið! Svo hefur mér nottla tekist að pakka niður í tösku einhverju rusli sem er svo óendanlega þungt að litla ég á ekkert eftir að getað dröslast með ferlíkið - ANSKOT!!!

Þangað til næst...

laugardagur, janúar 24, 2004

Shit hvað ég er orðin spennt yfir að flytja, ég er farin að iða!!! Held að það sé alveg löngu tímabært fyrir mitt feita rassgat að fara að yfirgefa skerið! :)

Átti rosa gott spjall við Bóel mína á fim. þannig að hún skilur núna ástæðuna fyrir því hve erfið ég er... Takk fyrir að vera yndisleg! :*

Það er svo mikið að gerast næstu helgar að ég held að ég muni bara ekki halda þetta út og láta lífið! Næsta helgi er sem sagt seinasta vinnuhelgin mín hér á aumu Egilsstöðum, helgina eftir það er boðið til svaka teitis í Valaskjálf sem endar með balli með mönnum í svörtum fötum, helgin eftir það er svo slegið í gegn á Broadway og svo er ég flutt út!!! OH MY GOD - OH MY GOD - OH MY GOD!!! :)

Já og svo var ég að skoða gestabókina mína og sá þar að hún Bára mín ætlar að reyna að kíkja austur any day now og það er sko eins gott að hún standi við það í þetta skiptið!!! :)

Þangað til næst...

sunnudagur, janúar 18, 2004

Hæbbz, ákvað að láta hér með vita að ég er ekki dauð þó að það heyrist lítið frá mér, bið ykkur bara um að muna að hér fer ein latasta manneskja í heimi og kenni ég því letinni um þetta skrifleysi!!! Annars er svo sem alveg skít sæmilegt að frétta, einn mánuður og einn dagur þangað til ég mun yfirgefa skerið og er spennan að magnast, get eila ekki beðið! Heyrði í minni heittelskuðu Vallý í gær og verð ég að viðurkenna að ég er að drepast úr söknuði en það er stutt þangað til ég get tekið ærlegt griffludjamm þannig ég hlýt nú að lifa þetta af...! :) Fyndið samt, við erum að pæla að fjárfesta saman í hjónarúmi þegar ég kem út, má það alveg? ;)

Svo er nottla alltaf að styttast í Broadway og lúxusinn sem því fylgir þannig að það eru nú bara ágætir tímar framundan...

Þangað til næst...


fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jebbz þá er það ákveðið, BERGLIND LITLA ER AÐ HALDA ÚTÍ HINN STÓRA HEIM!!! Var rétt í þessu að panta mér miða til London og er bæði spennt og stressuð... Það var alveg geðveikt fríkí að panta flug áðan og velja ENGA heimferð en ég er samt alveg hrikalega spennt! :) Það verður samt alveg hræðilega erfitt að skilja allt eftir hérna heima, þá sérstaklega hann Hafþór minn sem verður sárt saknað en ég mun nú eflaust snúa heim aftur one fine day... Ég mun sem sagt ekki koma austur aftur eftir Broadway, verð bara í bænum þangað til ég held á vit ævintýranna sem mun verða þann 19. febrúar :)

Heiðan mín fór suður í dag og ég gat ekkert hvatt hana því miður en hún fær hér með eitt stykki koss!!! :* Við munum samt sem áður hittast í New York um páskana...! ;p

Hafþór sæti er kominn með íbúð og er á fullu að mála og gera hana fína, ég get með miklu stolti sagt að ég á heiðurinn að fallegu svörtu eldhússkápunum hans og vona ég að hann muni hugsa til mín í hvert skipti sem hann opnar þá!

Vallý hin fagra fer suður á morgun eftir jólafríið og er stefnan tekin á London beibí þannig að þá er nú tilvalið að skála í kvöld :)

Ég á annars frí á morgun og fer ekki að vinna fyrr en hálf 9 á lau., þannig við Rex ætlum að vígja drykkjuspilið sem ég gaf honum í jólagjöf á morgun, jafnvel í nýju íbúðinni hans Snjólfs! :)

Þangað til næst...

sunnudagur, janúar 04, 2004

Já gleðilegt og gæfuríkt ár fólkið mitt og takk fyrir allar yndislegu stundirnar á liðnu ári! :)

Hafþór bauð mér með sér til Borgarfjarðar tveimur dögum fyrir áramót þar sem við létum okkur líða vel í algjöru letikasti, þannig að við vorum full af orku þegar við héldum til Reyðarfjarðar þann 31. en þar ætluðum við að eyða áramótunum. Ef ég á að segja eins og er þá voru þetta með skemmtilegri áramótum sem ég hef átt! Og það er öllu yndislega fólkinu sem var statt á Rfj að þakka! TAKK SÆTA FÓLK!!! Eitthvað var um þynnku daginn eftir hjá Sunnu og Vallý minni sem stauluðust framúr hálf rotnar og á Sunna ælumetið í hópnum! ;p

Annars er allt fínt að frétta héðan, lífið gengur sinn vanagang með örfáum útúrdúrum. Stefnan er tekin á Broadway þann 13. febrúar, spennan eykst...!

Svo get ég kannski líka montað mig af því að ég held að mér sé búið að takast að ákveða hvað ég ætla að leggja fyrir mig í háskólanum, klínísk félagsráðgjöf varð fyrir valinu og jafnvel fjölmiðlafræði í bland við, en mar veit nottla aldrei...

Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?